HM á Íslandi á næsta ári

Emil Alengård, Ingvar Jónsson, Birkir Árnason og félagar í íslenska …
Emil Alengård, Ingvar Jónsson, Birkir Árnason og félagar í íslenska landsliðinu náðu sínum besta árangri frá upphafi á HM í Serbíu síðastliðið vor. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí verður á heimavelli næsta vor þegar keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins fer fram. Ísland varð í 2. sæti riðilsins þegar mótið fór fram í Serbíu í apríl síðastliðnum en efsta liðið, Eistland, vann sér sæti í 1. deild.

Auk Íslands munu Serbía, Spánn, Rúmenía, Ástralía og Belgía leika á mótinu hér heima dagana 13.-19. apríl á næsta ári. Rúmenía féll niður úr 1. deild í ár en Spánn komst upp úr B-riðli 2. deildarinnar. Serbía og Spánn sóttu einnig um að halda næsta mót en Ísland hafði forgang þar sem báðar þjóðir voru í gestgjafahlutverki í ár; Serbía í A-riðli en Spánn í B-riðli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert