Esja mætir út á svellið

Hluti leikmannahóps Esju á komandi tímabili, f.v.: Egill Þormóðsson, Hjörtur …
Hluti leikmannahóps Esju á komandi tímabili, f.v.: Egill Þormóðsson, Hjörtur Geir Björnsson, Gunnar Guðmundsson, Þórhallur Viðarsson og Ólafur Hrafn Björnsson. mbl.is/Kristinn

Ísknattleiksfélagið Esja mun tefla fram liði í íshokkí karla í vetur. Þar með bætist fjórða félagið við í deildina en fyrir eru þar SA, SR og Björninn. Og Esjumenn ætla sér meira en bara að vera með. Liðið verður m.a. skipað öflugum landsliðsmönnum og ætlunin er að sækja liðsstyrk út fyrir landsteinana sömuleiðis. Gauti Þormóðsson mun þjálfa liðið en Gunnar Viðar Árnason er eigandi hins nýstofnaða félags sem er þó undir hatti Ungmennafélags Kjalarness.

„Markmiðið er bara að reyna að stækka íþróttina. Ég hóaði nokkrum aðilum saman til að reyna að gera þetta og við höfum unnið að því síðustu tvö ár,“ sagði Gunnar Viðar við Morgunblaðið.

„Mín persónulega skoðun er að ákveðin stöðnun hafi átt sér stað í íþróttinni, það eru jafnmargir sem hætta og byrja þannig að það verður aldrei nein stækkun. Við þurfum auðvitað fleiri skautahallir og erum bundnir af því. Það var uppi á borði fyrir hrun að fjölga þeim en það hefur allt verið sett til hliðar. Við viljum fleiri hallir og fleiri félög enda verður það þreytt til lengdar að vera bara að spila við tvö lið og fá alltaf gull, silfur eða brons,“ sagði Gunnar Viðar.

Sjá ítarlega umfjöllun um hið nýstofnaða félag í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Merki hins nýja félags er tilbúið og skartar að sjálfsögðu …
Merki hins nýja félags er tilbúið og skartar að sjálfsögðu mynd af Esjunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert