Túristar út en heim sem hokkímenn

Tim Brithén, landsliðsþjálfari karla í íshokkí.
Tim Brithén, landsliðsþjálfari karla í íshokkí. mbl.is/Styrmir Kári

Íslenska U20-lið karla í íshokkí tapaði öllum fimm leikjum sínum í B-riðli 2. deildar HM sem leikinn var á Spáni og lauk í gær. Ísland féll því aftur niður í 3. deild eftir þriggja ára veru í 2. deild.

Ísland byrjaði á því að tapa fyrir heimamönnum, 8:3. Liðið tapaði 6:2 fyrir Belgíu, 6:3 fyrir Krótíu, 4:2 fyrir Serbíu og loks 5:1 fyrir Ástralíu í lokaleiknum í gær. Serbar urðu í 5. og næstneðsta sætinu með 5 stig.

Andri Helgason, Markús Darri Maack, Bjarki Reyr Jóhannesson og Elvar Snær Ólafsson voru markahæstir í liði Íslands á mótinu með tvö mörk hver.

Hinn 14 ára gamli Sölvi Atlason lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, og setti þar með íslenskt met eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Hann prófaði allar stöður fyrir utan markmannsstöðuna. Tim Brithén landsliðsþjálfari sagði eftir mótið að Sölvi væri „næsti Emil Alengård“, en Emil hefur um árabil verið besti leikmaður A-landsliðsins. Tim sagði einnig að hluti leikmannahóps Íslands hefði farið til Spánar sem ferðamenn, en færu núna heim sem hokkímenn.

Tim sagði íslensku strákana hafa lagt sig alla fram á mótinu og rúmlega það, en því miður hefði það einfaldlega ekki dugað til. Tim stýrir næst A-landsliðinu á heimavelli í apríl, í A-riðli 2. deildar HM. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert