Kveður landsliðið með hvatningu

Magnus Blårand.
Magnus Blårand. mbl.is/Stefán Örn Sigurðsson

„Það er tími til kominn að einhver annar stýri stoltu íshokkístríðsmönnunum frá Íslandi,“ segir Svíinn Magnus Blårand, en hann mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari karla í íshokkí. Hann lætur af störfum eftir tveggja ára starf.

Blårand tilkynnti ákvörðun sína í gær, en undir hans stjórn hafnaði Ísland í tvígang í 5. sæti A-riðils 2. deildar HM. Hann segir að vegna aðstæðna hafi það oft ekki verið auðvelt starf að stýra íslenska landsliðinu, eins og hann viðraði í samtali við Morgunblaðið eftir HM í Rúmeníu í síðasta mánuði.

Blårand segir að það séu margir hæfileikaríkir íshokkíleikmenn á Íslandi og hann hvatti þá sem vilja bæta sig frekar til þess að fara til útlanda og spila. Þá vonast hann til þess að þeir sem lifa og hrærast í íþróttinni hér á landi haldi áfram að halda hana í heiðri um ókomna framtíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert