Mörgæsirnar í Pittsburgh unnu aftur

Sidney Crosby lyftir Stanley-bikarnum fyrir lið sitt Pittsburgh Penguins.
Sidney Crosby lyftir Stanley-bikarnum fyrir lið sitt Pittsburgh Penguins. AFP

Pittsburgh Penguins endurheimtu í gær hinn svokallaða Stanley-bikar, sem fæst fyrir sigur í úrslitakeppni NHL-deildarinnar í íshokkí. Pittsburgh vann Nashville Predators samtals 4:2 í úrslitaeinvíginu um titilinn.

Pittsburgh vann sjöttu viðureign liðanna í Nashville í gær, 2:0, og vann þar með sinn fimmta titil í sex tilraunum í lokaúrslitum. Patric Hornqvist kom Pittsburg yfir þegar aðeins 95 sekúndur voru eftir áður en Carl Hagelin innsiglaði sigurinn.

Pittsburgh vann einnig Stanley-bikarinn í fyrra og varð nú fyrsta liðið frá árinu 1998 til þess að vinna hann tvö ár í röð. Það gerðist síðast árið 1998 þegar Detroit Red Wings urðu meistarar annað árið í röð.

Sidney Crosby, fyrirliði Pittsburgh, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins annað árið í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert