Aron til Esju frá Kanada

Aron Knútsson fagnar með íslenska landsliðinu á HM í Rúmeníu …
Aron Knútsson fagnar með íslenska landsliðinu á HM í Rúmeníu í vor. Ljósmynd/Sorin Pana

Íslands- og deildarmeistarar Esju í íshokkí hafa samið við Aron Knútsson um að leika með liðinu á næsta tímabili.

Aron hefur síðustu tvö tímabil leikið í Kanada með Almaguin Spartans og verið þar í lykilhlutverki. Áður en hann hélt utan spilaði hann hér heima með Birninum.

Aron er 21 árs gamall og var nýliði í íslenska landsliðinu sem fór á heimsmeistaramótið í Galati í Rúmeníu í vor. Þar skoraði hann meðal annars seinna mark Íslands í 2:0-sigri á heimamönnum, sem var jafnframt fyrsti sigur A-landsliðs Íslands á Rúmeníu frá upphafi. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert