Er meiriháttar afrek

Jón Daði Böðvarsson í baráttunni við varnarmenn Kósóvó í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson í baráttunni við varnarmenn Kósóvó í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tilfinningin var ólýsanleg þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Ísland litla þjóðin komin á HM. Þetta er hreint út sagt meiriháttar afrek,“ sagði landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson við mbl.is eftir sigurinn gegn Kosóvó sem tryggi Íslandi sæti í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári.

„Það var frábært að tyggja okkur HM sætið hér á heimavelli og sjá flugeldana eftir leikinn. Þetta er handrit sem er ekki er hægt að skrifa,“ sagði Jón Daði.

Spurður hvort hann hafi haldið að hann ætti eftir að upplifa að sjá Ísland komast á HM sagði framherjinn óþreytandi;

„Maður fór inn í þessa riðlakeppni með engar væntingar. Manni dreymdi alltaf um að við kæmumst á HM og að það sé nú orðið að veruleika er stórkostlegt. Við vorum reynslunni ríkari eftir undankeppni HM þar sem okkur tókst að komast í úrslitakeppnina.

Þessi hópur er svo magnaður og góður. Þessi leikur í kvöld var erfiður og tók á. Það var mikil spenna í okkur og það eðlilega. Við erum mennskir og þú þarft að ná spennufallinu á réttan stað. Við náðum því. Við höfum oft spilað betur en mikilvægast var að halda jafnvæginu í liðinu, skipulaginu og að skora tvö mörk.

Eftir tapið gegn Finnum sýndi íslenska landsliðið hvað í því býr en eftir það tap vann það síðustu þrjá leiki sína með markatölunni, 7:0.

„Við vorum mjög ósáttir með leikinn gegn Finnum og við svöruðum á eina réttan hátt. Þetta er ótrúlegt lið sem við erum með,“ sagði Jón Daði.

„Nú verður spennandi að fylgjast með drættinum. Maður getur varla beðið eftir honum. Ég væri alveg til að mæta einu S-amerísku liði. Það yrði ótrúlega gaman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert