Öruggt hjá Esju og spenna á toppnum

Egill Þormóðsson, Robbie Sigurðsson og Jan Semorad skoruðu allir fyrir …
Egill Þormóðsson, Robbie Sigurðsson og Jan Semorad skoruðu allir fyrir Esju í kvöld. mbl.is/Golli

Íslandsmeistarar Esju halda spennu í toppbaráttu Hertz-deildar karla í íshokkí eftir öruggan sigur á SR, 9:4, þegar liðin áttust við í Laugardalnum í kvöld.

Esja var 4:0 yfir eftir fyrsta leikhluta og komst í 5:0 áður en SR lagaði stöðuna í öðrum leikhlutanum. Esja var 6:1 yfir fyrir þriðja og síðasta leikhlutann og skipti þá engu þótt SR skoraði tvö mörk í röð. SR missti svo Patrik Lobl af velli þegar hann var rekinn út úr húsi fyrir að ráðast gegn dómurum, en Esja kláraði leikinn og vann 9:4.

Egill Þormóðsson skoraði tvö marka Esju, en annars skiptist markaskorunin jafnt niður á liðið. Hja SR skoraði Bjarki Jóhannesson tvö af fjórum mörkum liðsins.

Esja er með 26 stig í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði SA, en SR er enn án stiga. Björninn kemur þar á milli í þriðja sætinu með 16 stig.

Mörk/stoðsendingar Esju:

Egill Þormóðsson 2/1
Jan Semorad 1/3
Robbie Sigurðsson 1/3
Aron Knútsson 1/1
Markus Maack 1/1
Petr Kubos 1/1
Daniel Kolar 1/0
Daniel Triesler 1/0
Andrej Mrazik 0/3
Andri Guðlaugsson 0/1
Konstantyn Sharapov 0/1
Einar Guðnason 0/1

Mörk/stoðsendingar SR:

Bjarki Jóhannesson 2/1
Steinar Veigarsson 1/0
Styrmir Friðriksson 1/1
Daniel Vlach 0/2
Daníel Magnússon 0/1
Patrik Lobl 0/1
Patrik Podsednicek 0/1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert