SA Víkingar anda í hálsmálið á Esju

SA Víkingar höfðu betur gegn Esju í kvöld.
SA Víkingar höfðu betur gegn Esju í kvöld. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson/Golli

SA Víkingur saxaði á forskot Esju á toppi Hertz-deildar karla í íshokkí með 4:3-sigri liðsins eftir framlengdan leik í Skautahöllinni á Akureyri í dag.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3 og SA Víkingar náðu að lauma inn einu marki í framlengingunni og lokatölur því 4:3 SA Víkingum í vil.

Jóhann Leifsson, Orri Blöndal og Bart Moran skoruðu mörk SA Víkinga í venjulegum leiktíma. Jan Semorad, Hjalti Jóhannsson og Petr Kubos sáu hins vegar um markaskorunina fyrir Esju. 

Orri bætti svo við öðru marki sínu í leiknum í framlengingunni og tryggði SA Víkingum stigin tvö. Esja fær hins vegar eitt stig fyrir jafnteflið í venjulegum leiktíma. 

Esja trónir á toppi deildarinnar með 33 stig, en SA Víkingar eru nú einu stigi á eftir Esju með 32 stig í öðru sæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert