Einar: „Körfuboltinn hefur færst upp á annað stig”

Leikmenn Njarðvíkur á varamannbekk liðsins gegn KR.
Leikmenn Njarðvíkur á varamannbekk liðsins gegn KR. Sverrir Vilhelmsson

Einar Árni Jóhansson þjálfari Njarðvíkur og Friðrik Stefánsson fyrirliði Íslandsmeistaraliðsins frá því fyrra hrósuðu KR og KKÍ fyrir góða umgjörð í úrslitum Íslandsmótsins en KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í gærkvöld eftir 3:1-sigur gegn Njarðvík í úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik, Iceland Express deildinni.

„Það er virkilega gaman að spila í svona umgjörð og það er auðvitað draumur allra körfuboltamanna að leika í svona umgjörð. Körfuboltinn í vetur, undir stjórn Hannesar [Jónssonar formanns KKÍ] og Friðriks [Inga Rúnarssonar, framkvæmdastjóra sambandsins] hefur færst upp á annað og hærra stig,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur

„Það er gríðarlega fúlt að vera yfir í 90% leiktímans í leikjunum fjórum en tapa samt 3-1. Mig langar að hrósa KR-liðinu fyrir baráttu og góða umgjörð,” sagði Friðrik Stefánsson fyrirliði Njarðvíkur en nánar verður fjallað um úrslitaleikinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins á þriðjudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert