Haukarnir gerðu nóg

Kári Jónsson úr Haukum með boltann og Valur Sigurðsson úr …
Kári Jónsson úr Haukum með boltann og Valur Sigurðsson úr Fjölni reynir að stöðva hann. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í gærkveldi tóku taplausir Haukar á móti nýliðum Fjölnis í þriðju umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik. Fyrirfram var hægt að tala um skyldusigur Hauka þar sem Fjölnismenn hafa ekki náð að vinna leik og hafa ekki sýnt hingað til að það sé líklegt gegn sterkari liðum deildarinnar.

Kannski hafa Haukar hugsað nákvæmlega þetta því í fyrri hálfleik voru það gestirnir sem léku betur. Haukar vöknuðu hinsvegar undir lok fyrri hálfleiks, héldu sér á tánum í þriðja hluta, sem þeir sigruðu 28:14, og kláruðu leikinn óformlega á þessum kafla. Síðasti hluti var svo formsatriði og lokatölur urðu 87:76.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert