NBA: San Antonio meistari í Vesturdeild

Peter Holt, stjórnarformaður San Antonioliðsins, fagnar sigrinum.
Peter Holt, stjórnarformaður San Antonioliðsins, fagnar sigrinum. Reuters

San Antonio Spurs vann yfirburðasigur á Utah Jazz, 109:84, í fimmta leik liðanna í úrslitaviðureign Vesturdeildar bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar og þar með viðureignina 4:1. Er þetta í þriðja skipti á fimm árum sem liðið hreppir þennan titil.

San Antonio mun nú mæta annaðhvort Detroit Pistons eða Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA deildarinnar en í viðureign þeirra liða í úrslitum Austurdeildarinnar er staðan jöfn, hvort lið hefur unnið tvo leiki.

San Antonio komst í 14-0 í upphafi leiksins og eftir það voru úrslitin ráðin. Tim Duncan og Tony Parker skoruðu báðir 21 stig fyrir San Antonio en hvorugur þeirra lék í fjórða leikhluta. Andrei Kirilenko var stigahæstur í Utah með 13 stig.

Eva Longoria óskar Tony Parker, unnusta sínum, til hamingju.
Eva Longoria óskar Tony Parker, unnusta sínum, til hamingju. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert