Ingram skilur eftir sig stórt skarð hjá Stjörnunni

Fannar Helgason frá Ósi fær nýjan liðsfélaga hjá Stjörnunni á …
Fannar Helgason frá Ósi fær nýjan liðsfélaga hjá Stjörnunni á næstunni. Fannar er hér í baráttu gegn Sigurði Þorsteinssyni leikmanni Keflavíkur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nýliðar Stjörnunnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik leita nú að bandarískum leikmanni í stað Maurice Ingram sem mun ekki halda áfram að leika með liðinu. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Ingram var til reynslu hjá Stjörnunni og þótti ekki standa undir væntingum.

Ingram er annar bandaríski leikmaðurinn sem er sagt upp störfum hjá Stjörnunni og þriðji erlendi leikmaðurinn sem yfirgefur félagið á keppnistímabilinu. Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas hóf leiktíðina með Stjörnunni og lék hann 5 leiki. Muhamed Taci lék 2 leiki áður en hann fór frá félaginu en Ingram fékk að spreyta sig í þremur leikjum. Ingram tók 16 fráköst að meðaltali í leik og skoraði rétt tæplega 10 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert