Bryant leikmaður ársins í NBA-deildinni

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Reuters

Kobe Bryant er leikmaður ársins, MVP, í NBA-deildinni í fyrsta sinn á ferlinum samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times. David Stern framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar mun afhenta Bryant viðurkenninguna í næstu viku en heimildamaður dagblaðsins er tengdur fjölskyldu Bryant.

Margir leikmenn komu til greina í kjörin í ár og þar má nefna, Chris Paul (New Orleans Hornets), Kevin Garnett (Boston Celtics) og LeBron James (Cleveland).

Bryant hefur leikið gríðarlega vel í vetur með Lakers þrátt fyrir að hafa gagnrýnt forráðamenn liðsins s.l. sumar og á sama tíma fór hann fram á það að fá að fara frá félaginu. Lakers var með besta árangur allra liða í Vesturdeildinni, 57 sigra og 27 tapleiki. Bryant, sem er 29 ára, skoraði 28,3 stig að meðaltali í leik í vetur en hann var með 31,6 stig að meðaltali í fyrra. Varnarleikur hans þótti betri í ár en áður og eins og stigaskor hans gefur til kynna valdi hann oftar að gefa boltann á samherja sína í stað þess að skjóta á körfuna sjálfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert