„Kasta í okkur smáhlutum og hrækja inn á völlinn“

Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Carlini Mario

„Ítalska úrvalsdeildin í körfubolta er kannski aðeins lengra frá Íslendingum en margar aðrar deildir í Evrópu en þetta sem við erum að fara í er stórt dæmi. Ég hlakka til og allur okkar undirbúningur hefur miðast við þessa úrslitaleiki,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson í gær en í kvöld hefjast lokaúrslit í deildinni þar sem Siena tekur á móti Lottomatica Roma sem Jón Arnór leikur með. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í Siena en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður ítalskur meistari.

Siena tapaði aðeins þremur leikjum í deildarkeppninni en Roma endaði í öðru sæti. Jón viðurkennir að Siena sé eitt besta lið Evrópu en þrátt fyrir það er hann bjartsýnn á rimmuna. „Við höfum unnið á útivelli. Þetta er því hægt. Heimavöllur þeirra er gríðarlega sterkur. Ég á alveg eins von á því að það verði kastað í okkur smáhlutum og ef þeir drífa þá reyna þeir að hrækja. Þetta er alvörugryfja og aðeins öðruvísi en Íslendingar eiga að venjast.“

Ítarlegt viðtal við Jón er í Morgunblaðinu í dag.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert