Jón Arnór og Jakob til liðs við KR

Jón Arnór Stefánsson er kominn á heimaslóðir hjá KR.
Jón Arnór Stefánsson er kominn á heimaslóðir hjá KR. mbl.is/Ciamillo-Castoria

Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson, landsliðsmenn og atvinnumenn í körfuknattleik, skrifuðu í dag undir samninga við KR-inga og leika með þeim á komandi keppnistímabili.

Jón Arnór hefur leikið með sterkum liðum í Evrópu undanfarin ár, síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. Jakob lék í Ungverjalandi á síðasta keppnistímabili en þeir eru báðir uppaldir KR-ingar.

Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir KR-inga, enda um tvo af allrabestu körfuknattleiksmönnum landsins að ræða. Báðir sömdu þeir til eins árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert