Jón Arnór: Engin skömm að tapa með þessum mun

Jón Arnór Stefánsson sækir að körfu Svartfellinga í leiknum í …
Jón Arnór Stefánsson sækir að körfu Svartfellinga í leiknum í kvöld. mbl.is/Frikki

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur Íslendinga í kvöld með 20 stig þegar Ísland beið lægri hlut fyrir Svartfjallalandi, 66:80 í Laugardalshöll í B-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik. „Við lékum gegn ótrúlega sterkri þjóð í kvöld. Það má kannski segja að við höfum verið full stressaðir í fyrri hálfleik og ekki trúað nógu mikið á þetta og vorum aðeins of linir. Fyrstu mínúturnar börðum við alveg á þeim, en svo fjaraði það einfaldlega út, sem gaf þetta mikla forskot,“ sagði Jón Arnór við mbl.is eftir leikinn.

„Við ákváðum að taka okkur á í seinni hálfleik og vinna hann. Það gekk eftir og við lékum vel og unnum seinni hálfleikinn. Fjórtán stiga tap gegn þessari þjóð er ekkert hrikalegt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem skoraði þriggja stiga flautakörfu þegar leiktíminn fjaraði út. Hann er ekki í nokkrum vafa um að tapið í kvöld hafi áhrif á liðið fyrir síðasta leik Íslands í riðlakeppninni. „Við eigum Austurríki í næsta leik, sem er síðasti leikurinn. Þó við höfum tapað tveimur leikjum í röð þá hef ég engar áhyggjur af þeim leik. Það er mjög góður andi í hópnum og ég persónulega er strax farinn að hlakka til næsta leiks.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert