Njarðvík átti ekki í vandræðum með Blika

Logi Gunnarsson lék með Njarðvík í kvöld eftir langt hlé.
Logi Gunnarsson lék með Njarðvík í kvöld eftir langt hlé. mbl.is/hag

Fjórir leikir fóru fram í Powerade-bikarkeppninni í körfuknattleik í kvöld. Tveir í karlaflokki og tveir í kvennaflokki. Þór frá Akureyri lagði Stjörnuna í karlaflokki, 98:94, og Njarðvík átti ekki í vandræðu með Breiðablik á heimavelli sínum, 84:68.

Grindavík lagði Hamar í kvennaflokki, 91:85, og Keflavík átti ekki í vandræðum með Snæfell, 114:72.

Keflavík og Haukar mætast í undanúrslitum í kvennaflokki og Grindavík leikur gegn KR. Þeir leikir fara fram í Laugardalshöllinni á fimmtudag og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag í Laugardalshöll kl. 14.

Á morgun fara fram tveir leikir í átta liða úrslitum í karlaflokki. ÍR og KR eigast við í Seljaskóla og Snæfell fær Tindastól í heimsókn. Átta liða úrslitin klárast síðan á miðvikudag þar sem að Grindavík og Njarðvík eigast við og Keflavík leikur gegn Þór frá Akureyri.

Undaúrslitaleikirnir fara fram á föstudaginn í Laugardalshöll og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag að loknum kvennaleiknum.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert