KR burstaði Keflavík 95:64 í bikarslagnum

Helgi Már Magnússon KR reynir að verjast Keflvíkingnum Gunnari Stefánssyni …
Helgi Már Magnússon KR reynir að verjast Keflvíkingnum Gunnari Stefánssyni í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

KR sló í kvöld Keflavík út í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í körfuknattleik karla í KR-heimilinu í Frostaskjóli. KR vann stórsigur 95:64 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 41:32. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Stigahæstir hjá KR:

Jón Arnór Stefánsson 20

Jason Dourisseau 20 

Stigahæstir hjá Keflavík:

Sigurður Þorsteinsson 17

Jón N. Hafsteinsson 12 

40. Lokatölur 95:64 fyrir KR sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. 

38. Spennan er fyrir bí í þessum bikarslag. Staðan er 89:60 fyrir KR og formsatriði að ljúka leiknum.  

36. Munurinn á liðunum er orðinn meiri en þrjátíu stig. Staðan er 86:55 fyrir KR. 

34. Staðan er 78:53 fyrir KR. Jón N. Hafsteinsson Keflavík var að fá útilokun þegar hann fékk sína fimmtu villu í kvöld. 

32. KR-ingar eru ekkert að gefa eftir og byrja síðasta leihlutann betur en Keflvíkingar. Staðan er orðin 74:51 og er það mesti munur sem verið hefur á liðunum í kvöld.  

30. Þegar þriðja leikhluta er lokið eru KR-ingar með gott forskot 67:49. Jón N. Hafsteinsson er kominn með fjórar villur hjá Keflvíkingum rétt eins og Sigurður.  

27. Keflvíkingar hafa skorað fimm stig í röð og breytt stöðunni í 55:44. 

26. Róðurinn virðist ætla að verða þungur fyrir Keflvíkinga. Forskot KR er smám saman að aukast og er nú sextán stig 55:39. 

23. Jafnræði er með liðunum í upphafi þriðja leikhluta. Staðan er 47:37 fyrir KR. Sigurður Þorsteinsson byrjar inn á í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með fjórar villur.  

20. KR er yfir í hálfleik 41:32. Þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi verið mun betri í fyrsta leikhluta þá voru KR-ingar samt sem áður fljótir að ná góðri forystu í öðrum leikhluta.

20. Sigurður Þorsteinsson, miðherji Keflvíkinga, var að fá sína fjórðu villu sem er að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál fyrir Keflavík. Hann má því ekki fá villu allan síðari hálfleik því þá verður hann útilokaður frá frekari þáttöku í leiknum.  

18. Talsvert hefur dregið úr hraðanum í leiknum á síðustu mínútum. KR er yfir 34:26. 

15. KR-ingar eru komnir yfir í fyrsta skipti síðan í byrjun leiks. Staðan er 31:26. Fyrirliðinn Fannar Ólafsson og Jason Dourisseau eru að leika mjög vel í öðrum leikhluta. 

13. Jón Arnór Stefánsson er kominn í gang og hefur skorað ellefu stig á þriggja mínútna kafla og forskot Keflavíkur er komið niður í tvö stig 24:22. 

11. Keflavík er yfir 22:14 eftir fyrsta leikhluta. Barátta suðurnesjamanna er til fyrirmyndar og hafa þeir slegið KR-inga út af laginu sem hafa hitt illa úr sínum skotum.

8. Keflvíkingar hafa bætt við forskot sitt og eru  16:5 yfir en þeir fengu sex stig í síðustu sókn. Hörður Axel skoraði og fékk tæknivillu á KR. Skoraði úr vítinu og Keflavík hélt boltanum. Gunnar Einarsson setti í kjölfarið niður þriggja stiga skot. 

6. Keflvíkingar eru gífurlega grimmir á upphafsmínútum leiksins og eru yfir 8:5 en varnarleikur þeirra er mjög öflugur. 

3. Keflvíkingar eru yfir 4:3. Skarphéðinn Ingason er í byrjunarliði KR og hefur skorað öll þrjú stig KR en Helgi Már Magnússon byrjar á bekknum.

Allir leikmenn eru heilir hjá báðum liðum og því útlit fyrir hörkuleik eins og svo oft þegar þessi lið mætast. 

Ítarlega er fjallað um leikinn í átta blaðsíðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. 

Jakob Sigurðarson og Sigurður Þorsteinsson eru íí lykihlutverkum hjá KR …
Jakob Sigurðarson og Sigurður Þorsteinsson eru íí lykihlutverkum hjá KR og Keflavík. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert