KR-ingar fara í Höllina eftir sigur á Grindavík

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Morgunblaðið/Golli

KR-ingar slógu Grindvíkinga út í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í Frostaskjóli í dag. Mættust þar tvö bestu karlalið landsins í körfuknattleik og sigraði KR 82:70. KR-ingar leika því til úrslita um bikarinn í Laugardalshöll þann 15. febrúar en andstæðingar þar verða annað hvort Njarðvík eða Stjarnan. Grannt var fylgst með gangi mála hér á mbl.is.

Stigahæstir hjá KR:

Jón Arnór Stefánsson 19

Fannar Ólafsson 15

Stigahæstir hjá Grindavík:

Nick Bradford 27

Brenton Birmingham 11

40. Leiknum lokið með sigri KR 82:70 sem eru því komnir í úrslitaleikinn.

39. Nick Bradord var að skora fjögur stig í sömu sókninni og minnkaði muninn niður í tíu stig 78:68. 

39. Jón Arnór Stefánsson var að yfirgefa völlinn með fimm villur. 

39. Jakob Sigurðarson var að skora fyrir KR og nánast tryggði liðinu sigurinn.  Staðan er 76:64.

38. Helgi Magnússon var að fá sína fimmtu villu hjá KR.

38. Jason Dourisseau var að fá sína fimmtu villu og kemur ekki meira við sögu. Hann er sá fyrsti í þessum leik en margir eru með fjórar villur. Staðan er 74:62.

37. Staðan er 72:62 fyrir KR og Grindvíkingar voru að vinna boltann.

36. KR er yfir 70:60 og tíminn farinn að verða naumur fyrir Grindvíkinga.

33. Staðan er 68:54. Páll Axel virðist vera að ranka við sér hjá Grindavík og er búinn að skora fjögur stig í röð en hann var aðeins með fjögur í fyrstu þremur leikhlutunum.

32. Staðan er 66:52 fyrir KR sem hvíla Jón Arnór þessa stundina.

30. Þriðja leikhluta er lokið og staðan er 62:50 fyrir KR. Jón Arnór og Skarphéðinn Ingason eru báðir komnir með fjórar villur hjá KR.

29. Helgi Jónas Guðfinnsson Grindavík var að fá sína fjórðu villu.

28. Staðan er 58:47 og Grindvíkingar vinna boltann en mikilvægt er fyrir þá að saxa frekar á forskot KR fyrir síðasta leikhluta.

26. Helgi Magnússon KR og Páll Kristinsson eru fyrstu mennirnir á vellinum til þess að fá fjórar villur í leiknum. Þeir mega því ekki við fleiri villum ætli þér að vera meira með. 

25. Leikurinn er í járnum þessa stundina. Staðan er 53:43 fyrir KR.

23. KR-ingurinn Helgi Már Magnússon er kominn með þrjár villur eins og Páll Kristinsson hjá Grindavík. Staðan er 50:41 fyrir KR. 

22. Grindvíkingar hafa skorað fyrstu fjögur stigin í síðari hálfleik og staðan er því 48:39. 

21. Tveir bakverðir Grindvíkinga fengu þrjár villur í fyrri hálfleik, Arnar Freyr og Helgi Jónas Guðfinnsson en engin KR-ingur er með þrjár villur.

Fyrri hálfleikur:

Stigahæstir hjá KR:

Jón Arnór Stefánsson 12

Jason Dourisseau 9

Fannar Ólafsson 9

Helgi Már Magnússon 9

Stigahæstir hjá Grindavík:

Nick Bradford 15

Páll Kristinsson 5

Guðlaugur Eyjólfsson 5

20. Fyrri hálfleik er lokið og eru KR-ingar með gott forskot 48:35. KR-ingar hafa verið talsvert sterkari en reikna má með Grindvíkingum öflugri í síðari hálfleik. Grindvíkingar hafa til dæmis fengið lítið framlag frá Páli Axel Vilbergssyni sem aðeins hefur skorað fjögur stig.

19. KR-ingar hafa snúið taflinu sér í vil á nýjan leik og eru yfir 48:32.

18. Staðan er 40:30 fyrir KR. Nick Bradford er að gera góða hluti hjá Grindavík og er kominn með 15 stig.

15. Grindvíkingar hafa skorað sex stig í röð eftir að KR-ingar töpuðu boltanum klaufalega í tveimur sóknum í röð og skyndilega er staðan 35:26.

14. Staðan er 35:20 fyrir KR. Helgi Magnússon er drjúgur þessa stundina fyrir KR.

12. KR-ingar virðast ekki líklegir til þess að slaka á. Skarphéðinn Ingason var að setja niður glæsilega þriggja stiga körfu og staðan er 31:15.

10. Fyrsta leikhluta er lokið og heimamenn eru búnir að byggja upp mikið forskot 26:12. Gestirnir verða að taka sig taki því þeir virðast yfirspenntir í sókninni gegn áköfum varnarleik KR-inga.

9. Skyndilega rignir þriggja stiga körfum í Vesturbænum. Páll Axel Vilbergsson skoraði sína fyrstu fyrir Grindavík en Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon svöruðu fyrir KR og staðan nú 24:12.

8. Grindvíkingar eru smám saman að komast betur inn í leikinn en eru þó níu stigum undir 18:9. 

7. Tveir byrjunarliðsmenn hjá Grindavík eru komnir með tvær villur eftir aðeins sjö mínútna leik og einn hjá KR. Nick Bradford og Arnar Freyr Jónsson hjá UMFG en Jason Dourisseau hjá KR.

6. Engu líkara er en boltinn sé logandi heitur þessa stundina því leikmenn liðanna hafa klúðrað nokkrum sóknum í röð. Grindvíkingar virðast ætla að verða lengi í gang ef marka má stigaskor þeirra hingað til. Staðan er 15:4 fyrir KR.

4. Varnarleikur KR-inga er mjög öflugur í upphafi leiks og gestirnir eiga í vandræðum í sókninni.  Staðan er 11:4 fyrir KR.

2. KR-ingar byrja betur og eru yfir 5:2 en Jason Dourisseau hefur skorað öll stig liðsins. Fyrstu stig Grindvíkinga skoraði hins vegar þeirra nýjasti liðsmaður Nick Bradford.

Fjölmenni er saman komið í DHL höllinni. Nánast hver einasti blettur í húsinu er nýttur undir áhorfendur og má reikna með að um 1200 manns séu í húsinu og stemningin eftir því. 

Bæði lið tefla fram öllum sínum sterkustu leikmönnum en bæði liðin búa yfir mikilli breidd góðra körfuboltamanna enda í efstu sætum í deildarkeppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert