Friðrik: Mikilvægt að vinna í kvöld

Davíð Páll Hermannsson
Davíð Páll Hermannsson Kristinn Ingvarsson

„Við leggjum ofuráherslu á að vinna í kvöld því það væri slæmt að missa KR-inga tvo leiki frá sér, “ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Grindavíkur, sem tekur á móti KR í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

KR-ingar höfðu betur í fyrsta leik liðanna á laugardaginn en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari.

„Við erum komnir undan feldinum núna og búnir að hugsa okkar ráð,“ sagði Friðrik í samtali við mbl.is í dag. „Það er mikilvægt að vinna í kvöld því það gæti orðið erfitt að vinna þrjá leiki í röð og því ætlum við okkur sigur í kvöld,“ sagði Friðrik.

Hann sagði vel hægt að leggja KR-inga og ætlunin væri að gera það í kvöld. Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn nema Páll Axel Vilbergsson. „Hann er bara svona 50% eins og í fyrsta leiknum og nýtist okkur auðvitað ekki eins og ef hann væri alveg heill. En ætli við reynum ekki að þjösnast eitthvað á honum í kvöld,“ sagði Friðrik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert