Dallas þarf einn sigur til viðbótar gegn San Antonio

Tim Duncan og Tony Parker leikmenn San Antonio eru í …
Tim Duncan og Tony Parker leikmenn San Antonio eru í erfiðri stöðu gegn Dallas Macericks. Reuters

Tim Duncan og Tony Parker skoruðu samtals 68 stig fyrir San Antonio Spurs gegn Dallas Mavericks á útivelli í NBA-deildinni í gær en það dugði ekki. Dallas sigraði 99:90 og þarf liðið aðeins einn sigur til viðbótar til þess slá San Antonio úr keppni.  LA Lakers er 3:1 yfir gegn Utah eftir 108:94 sigur liðsins. Miami Heat náði 2:1 forskoti gegn Atlanta með stórsigri, 107:78. New Orleans vann sinn fyrsta leik gegn Denver Nuggets, 95:93, og er staðan 2:1 fyrir Denver.

Staðan er 3:1 fyrir Dallas en næsti leikur fer fram í San Antonio en liðið hefur alltaf komist í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar frá árinu 2000. Josh Howard skoraði 28 stig fyrir Dallas.

Fjarvera Manu Ginobili í liði  San Antonio hefur gríðarleg áhrif á leik liðsins og þá sérstaklega í sókn.

Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers en hann skoraði fyrstu 11 stig leiksins og hitti úr 16 af alls 24 skotum sínum í leiknum. Næsti leikur fer fram í Los Angeles.  Deron Williams skoraði 23 stig fyrir Utah og gaf 13 stoðsendingar fyrir Utah. Carlos Boozer skoraði 23 fyrir Utah og tók 16 fráköst.

Dwyane Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og gaf 8 stoðsendingar.  Jermaine O'Neal bætti við 22 stigum og tók 10 fráköst. Næsti leikur fer fram í Miami. Atlanta hitti aðeins úr 2 af fyrstu 19 skotum sínum utan af velli og á þeim tíma skoraði Miami 25 stig gegn 6. Staðan í hálfleik var 50:29.

Chris Paul  skoraði 32 stig fyrir New Orleans Hornets í 95:93 sigri liðsins gegn Denver sem er 2:1 yfir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert