Cleveland komið í 2:0

James treður knettinum í körfuna í leiknum í nótt. hann …
James treður knettinum í körfuna í leiknum í nótt. hann gerði alls 27 stig. Reuters

Cleveland Cavaliers eru komnir í þægilega stöðu í úrslitakeppni NBA körfuboltans, en þeir sigruðu Atlanta Hawks örugglega í nótt, 105:85 og eru því komnir í 2:0 í einvígi liðanna. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð.

LeBron James, sem nýlega var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu, skoraði 27 stig, tók 3 fráköst, stal 4 boltum og gaf 5 stoðsendingar, í nokkuð öruggum sigri Cleveland, en leikið var í Cleveland eins og í fyrsta leiknum. Hann var því hvíldur að mestu í fjórða leikhluta, en liðið hefur unnið alla leiki sína í úrslitakeppninni með að minnsta kosti 11 stiga mun.

„Við erum bara frábært lið. Við erum ekki með of mikið sjálfstraust, en við trúum á leikkerfið okkar, hvern annan sem einstaklinga og sem lið. Við förum bara út á völl og spilum okkar leik,“ sagði James eftir leikinn.

Stigahæstur heimamanna var Maurice Evans með 16 stig en honum næstur var Thomas Gardner með 12.

Liðin eigast við að nýju aðfararnótt sunnudags og þá á heimavelli Atlanta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert