Stern fékk nóg og setti Arenas í keppnisbann

Gilbert Arenas brosir líklega ekki mikið þessa dagana.
Gilbert Arenas brosir líklega ekki mikið þessa dagana. Reuters

David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar úrskurðaði í gær Gilbert Arenas leikmann Washington Wizards í ótímabundið keppnisbann en Arenas hefur viðurkennt að hafa geymt byssur í búningsklefa sínum. Og miðað einni þeirra á liðsfélaga sinn. Arenas fær ekki laun á meðan keppnisbannið stendur yfir en hann verður af um 19 milljónum kr. fyrir hvern leik sem hann missir af.

Arenas gerði létt grín að málinu fyrir leik Washington gegn Philadelphia 76‘ers þar sem hann þóttist skjóta liðsfélaga sína með „fingrunum" þegar liðið safnaðist saman í hring rétt fyrir leik. Sú uppákoma fór illa í framkvæmdastjórann sem hefur miklar áhyggjur af ímynd deildarinnar.

Stern sagði að Arenas yrði í keppnisbanni þar til að alríkislögreglan hefði lokið rannsókn sinni á byssumálinu. Arenas hefur sagt að um grín hafi verið að ræða og hann hefur beðist afsökunar á slæmri dómgreind.

Talið er að Arenas hafi geymt allt að fjórar skammbyssur í búningsklefa Washington þann 21. desember s.l. Arenas lenti í deilum við Javaris Crittenton liðsfélaga sinn í einkaþotu liðsins þegar liðið var á leið til Washington frá Phoenix þann 19. desember s.l. Deilumálið er rakið til veðmála en þeir félaga lögðu háar upphæðir undir í peningaspili um borð í flugvélinni. Þann 21. desember hélt deila þeirra áfram í búningsklefa liðsins og þar eiga þeir að hafa miðað byssum á hvorn annann í hita leiksins.  Arenas hefur sagt að þar hafi verið um „grín" að ræða sem farið hefði úr böndunum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert