Framlengt þegar Snæfell sló Fjölni út úr bikarnum

Sigurður Þorvaldsson er að jafna sig á hnémeiðslum og skoraði …
Sigurður Þorvaldsson er að jafna sig á hnémeiðslum og skoraði 18 stig gegn Fjölni. mbl.is/Brynjar Gauti

Framlengingu þurfti til þess að knýja fram úrslit þegar Snæfell fékk Fjölni í heimsókn í Stykkishólm í átta liða úrslitum Subway bikarkeppninnar í körfuknattleik karla í kvöld. Snæfell sigraði 100:96 og leikur í undanúrslitum ásamt ÍR og Grindavík en eitt sæti er enn laust fyrir Njarðvíkinga eða Keflvíkinga sem mætast á morgun. Grindvíkingar fóru norður á Sauðárkrók og höfðu sigur 96:86 gegn Stólunum.

Sean Burton skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Hlynur Bæringsson 22 en Hólmarar léku án Pálma Freys Sigurgeirssonar sem enn er meiddur. Hjá Fjölni var Chris Smith stigahæstur með 27 stig og Ægir Þór Steinarsson skoraði 20.

Darrel Flake skoraði 21 stig fyrir Grindavík gegn sínum gömlu félögum í Tindastóli og Páll Axel Vilbergsson gerði 20. Kenney Boyd gerði 18 fyrir Tindastól og Svavar Birgisson 17 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert