KR áfram á toppnum eftir sigur á Njarðvík

Magnús Gunnarsson Njarðvíkingur sækir að körfu KR í leiknum í …
Magnús Gunnarsson Njarðvíkingur sækir að körfu KR í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR er áfram á toppi úrvalsdeildar karla, Iceland-Express deildarinnar, í körfuknattleik eftir sigur á Njarðvík, 89:77, í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld.

KR-ingar eru með 26 stig eftir sigurinn og verða áfram í toppsætinu að 16 umferðum loknum. Njarðvíkingar eru áfram í fimmta sætinu með 22 stig.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

40. mín. Leiknum er lokið með sigri KR, 89:77. Eftir spennandi leik tóku KR-ingar öll völd í lokafjórðungnum og unnu góðan sigur.  Njarðvíkingar skoruðu aðeins 7 stig í fjórðungnum á meðan KR náðu góðum rispum á báðum endum vallarins sem skóp sigur þeirra í kvöld.  Íslandsmeistararnir halda því toppsætinu efti leikinn og virðast vera til alls líklegir í vetur. 

36. mín. Staðan er orðin 83:71 fyrir Njarðvík. KR-ingar byrja lokafjórðunginn mun betur og eru komnir með 12 stiga forskot eftir m.a. þriggja stiga körfu frá Brynjari Björnssyni. 

30. mín. Þriðja leikhluta lokið og staðan 70:70. Mikið jafnræði er með liðunum, menn gera sig klára fyrir lokafjórðunginn.  Það stefnir í dramtík í DHL-höllinni. 

24.30 mín. -  Seinni hálfleikur byrjar fjörlega þar sem Brynjar Björnsson og Guðmundur Jónsson fá báðir dæmda á sig tæknivillu fyrir stimpingar.  Staðan er 59:60 fyrir Njarðvík og þetta stefnir í spennuleik til loka ef mið er tekið af því sem gengur á í augnablikinu.

20. mín. - Það er hálfleikur og Njarðvíkingar eru yfir, 44:50.  Jóhann Ólafsson kom sterkur inn af bekknum fyrir Njarðvík og skoraði 14 stig (4/4 í þriggja stiga).  Næstur honum í stigaskorun er Nick Bradford með 12 stig.  Í liði KR-inga er Tommy Johnson stigahæstur með 16 stig, Brynjar Björnsson - sem byrjaði leikinn af miklum krafti - er með 11 stig.  Það fer ekkert á milli mála að óðum styttist í úrslitakeppnina þar sem liðin keppast um að koma sér í sem besta stöðu fyrir baráttuna sem þar er framundan.  Þessi fyrri hálfleikur ber þess glöggt merki. 

17. mín. -  KR-ingar leiða með þremur stigum 40:37.  Það er greinilegt að mikið er í húfi í þessum leik þar sem liðin keppast um að komast í sem besta stöðu í deildinni fyrir úrslitakeppnina sem óðum styttist í og allir bíða eftir.

12.45 mín. - Það er að færast meiri harka í leikinn og rétt í þessu var dæmd tæknivilla á Brynjar Þór Björnsson leikmann KR.  Staðan er 32:29 fyrir heimamenn.

10. mín. - 1. leikhluta er lokið í DHL-höllinni og virðast KR ingar vera að taka völdin í leiknum. Staðan er 27:18 fyrir heimamenn sem tóku góða rispu í lok fjórðungsins. 

6:45 mín. - KR ingar virðast vera mættir til leiks og hafa tekið góða rispu með Brynjar Björnsson í fararbroddi.  Staðan er 17:13 fyrir KR. 

4:00 mín. - Njarðvíkingar byrja leikinn betur og leiða 6:11.  Nick Bradford fer fyrir sínum mönnum og er kominn með 7 stig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert