KFÍ skiptir um þjálfara

Félagsmerki KFÍ.
Félagsmerki KFÍ. mbl.is

Ísfirðingar munu mæta til leiks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í haust
með nýjan þjálfara við stjórnvölinn. KFÍ og Borce Ilievski hafa ákveðið
að framlengja ekki samstarf sitt en Ilievski hefur þjálfað liðið undanfarin fjögur ár. Frá þessu er greint á heimasíðu KFÍ.

Ilievski er frá Makedóníu og mun starfa á Ísafirði fram á sumarið. Hans síðasta verkefni verður að hafa umsjón við hinum árlegu körfuboltabúðum KFÍ þar sem erlendir þjálfarar hafa verið tíðir gestir.

KFÍ sigraði á dögunum í 1. deild karla og vann sér þannig rétt til þess að leika í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð.  Félagið hefur gengið frá samningum við sína lykilleikmenn um að leika með liðinu á næstu leiktíð auk þess að næla í Daða Berg Grétarsson sem var atkvæðamikill með Ármanni í vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert