Pavel: „Komnir upp að vegg“

Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. Kristinn Ingvarsson

„Ég get eiginlega ekkert sagt um þennan leik nema að sigurinn hefði getið lent hvoru meginn sem er. Við töpuðum, leikurinn var jafn en þetta var tæpt undir lokin. Við fengum tækifæri til að skora í lokin en gerðum ekki og Snæfell setti niður nokkur mikilvæg skot. Snæfell bætti aðeins vörnina í lokin og við gáfum þeim svo hálfopin skot, sem þeir skoruðu úr en okkur skot voru meira svona happa og glappa,“ sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, sem stóð sig vel gegn Snæfell í KR-höllinni í dag þegar liðin mættust í þriðja sinn í baráttu um að komast í úrslit Íslandsmótsins.

Pavel tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar en vill taka meira á því í næsta leik, sem fram fer í Stykkishólmi á mánudaginn. „Nú erum við komnir upp að vegg en höfum unnið áður og það dugar ekkert annað en gefa allt í næsta leik, annars er tímabilið búið hjá okkur. Við vitum ekki hvort dómarar leyfa harðan leik eða ekki. Við viljum spila hart, það hentar okkur best. Í þessum leik keyrðum við ekki nóg á Snæfell en gerðum það í síðasta leik og það sást. Ef við náum ekki að keyra upp hraðan erum við ekki sama lið og við höfum verið í vetur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert