Haukar enn án sigurs - Snæfell náði fram hefndum

Úr leik KR og Snæfells.
Úr leik KR og Snæfells. Eggert Jóhannesson

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar máttu þola enn eitt tapið á árinu en liðinu hefur ekki enn tekist að vinna anstæðinga sína. Það voru Njarðvíkingarnir sem voru í heimsókn í kvöld og þeir fara með stigin þrjú með sér Reykjanesbrautina en lokatölur voru 75:85.

Þá vann Snæfell góðan 4 stiga sigur á KR en gestirnir reyndust sterkari á lokakaflanum. Lokatölur þar voru 94:93 og náðu Snæfellingar því fram hefndum frá því í bikarnum á dögunum. KR mistókst því að saxa á forskot Grindvíkinga á toppnum.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Þá má einnig finna nánari tölfræðilýsingu með því að smella hér.

Haukar - Njarðvík 75:85 LEIK LOKIÐ

KR - Snæfell 93:94 LEIK LOKIÐ

Þór Þ. - ÍR 88:76 LEIK LOKIÐ

Tölfræði:

KR - Snæfell 93:94

DHL-höllin, Iceland Express deild karla, 26. janúar 2012.

Gangur leiksins:: 4:2, 10:9, 16:18, 22:20, 29:25, 42:29, 46:36, 53:42, 59:50, 61:54, 64:64, 71:70, 73:79, 81:83, 87:89, 93:94.

KR: Joshua Brown 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/9 fráköst, Dejan Sencanski 14/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2.

Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.

Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 17/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Sveinn Arnar Davidsson 6/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Davíð Kr. Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson

Haukar - Njarðvík 75:85

Ásvellir, Iceland Express deild karla, 26. janúar 2012.

Gangur leiksins:: 4:8, 14:12, 17:20, 19:24, 27:27, 31:29, 35:37, 40:40, 42:45, 47:51, 51:54, 59:59, 63:63, 66:67, 73:76, 75:85.

Haukar: Christopher Smith 29/19 fráköst/6 varin skot, Hayward Fain 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Barja 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 6, Marel Örn Guðlaugsson 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Alik Joseph-Pauline 4/4 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 32 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Cameron Echols 26/20 fráköst, Travis Holmes 24/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/3 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 6/9 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 5, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 1, Páll Kristinsson 1.

Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Þór Eyþórsson.

Þór Þorlákshöfn - ÍR 88:76

Þorlákshöfn, Iceland Express deild karla, 26. janúar 2012.

Gangur leiksins:: 4:2, 11:8, 14:14, 17:20, 28:24, 36:32, 41:38, 49:46, 55:51, 64:53, 68:58, 70:64, 70:65, 72:65, 80:70, 88:76.

Þór Þorlákshöfn: Blagoj Janev 27/5 fráköst, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Matthew James Hairston 16/16 fráköst, Darrin Govens 12/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 8, Guðmundur Jónsson 3, Emil Karel Einarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

ÍR: Nemanja Sovic 19, James Bartolotta 15, Hjalti Friðriksson 12/12 fráköst, Þorvaldur Hauksson 8, Ellert Arnarson 7/5 stoðsendingar, Kristinn Jónasson 7/5 fráköst, Níels Dungal 4/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 2, Húni Húnfjörð 2/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Bein lýsing:

20.49 Haukar taka leikhlé þegar 21 sekúnda er eftir og staðan 75:84, Njarðavík í vil. Í viðureign KR og Snæfells er staðan 90:91 þegar 40 sekúndur eru eftir.

20.42 Christopher Smith leikmaður Hauka var að fá sína 5. villu þegar tvær og hálf mínúta er eftir. Hann hefur skorað 29 stig og tekið 19 fráköst, það munar því um minna fyrir Hauka á síðustu mínútunum en staðan er 73:76 Njarðvík í vil.

20.37 Þegar fjórar mínútur eru eftir af leik Hauka og Njarðvíkur er staðan 68:70, Njarðvík í vil sem á tvö vítaskot þegar tekið er leikhlé. Þórsarar eru að fara langt með að tryggja sér sigur á ÍR en þar er staðan 80:69 þegar þrjár mínútur eru eftir. Staðan er 75:81 Snæfellingum í vil gegn KR. Þar eru þó enn um sex og hálf mínúta eftir af leiknum.

20.29 Staðan fyrir fjórða leikhluta í viðureign KR og Snæfells er 71:70 KR í vil.

20.25 Enn er jafnt hjá Haukum og Njarðvík en staðan eftir þriðja leikhluta er 59:59. Það verða spennandi lokamínúturnar í Hafnafirði. Bæði lið hafa eflaust spilað betur og þá sérstaklega í sókninni en það er svona eins og einhver deyfð sé yfir leikmönnum beggja liða. ÍR þarf að vinna upp sex stig í Þorlákshöfn ætli liðið sér sigur gegn Þór en staðan þar er 70:64 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þá hefur Snæfell náð að jafna metin gegn KR þegar um tvær mínútur eru eftir af þriðja leikhluta, 64:64. Það er ekki síðri spennan þar en í Hafnafirðinum.

20.14 Njarðvík hefur byrjað seinni hálfleikinn mun betur og er staðan þegar þriðji leikhluti er hálfnaður, 46:51. Pétur Guðmundsson tók leikhlé strax í upphafi hálfleiksins en ekki hefur gengið mikið betur síðan þá. Sérstaklega er vörn heimamanna slök.

19.56 Staðan er jöfn í hálfleik í leik Hauka og Njarðvíkur. Liðin hafa skipts á að hafa forystuna en þó munar aldrei meira en nokkrum stigum á liðinum. Christopher Smith hefur farið á kostum í liði Hauka en hann er með 23 stig. Hjá Njarðvík er Cameron Echols stigahæstur með 12 en hann hefur auk þess tekið 10 fráköst. Í vesturbænum þar sem KR og Snæfell eigast við er staðan 53:42 og KR með góð tök á leikmönnum Snæfells sem töpuðu fyrir skömmu í bikarnum fyrir KR. Í Þorlákshöfn þar sem Þór og ÍR eigast við er staðan 49:46 Þór í vil.

19.45 Heimamenn hafa nú forystuna þegar annar leikluti er hálfnaður 31:29 og Njarðvíkingar taka leikhlé. Sóknarleikur þeirra er farinn að hökta og vörnin ekki eins góð og í lok fyrsta leikhluta.

19.34 KR er einu stigi yfir gegn Snæfelli eftir fyrsta leikhlutann 22:21. Þá eru gestirnir í ÍR yfir gegn Þór Þ. 16:20. Í viðureign Hauka og Njarðvíkur er staðan 19:24 gestunum frá Njarðvík í vil. Liðin hafa skipts á að hafa forystuna en Njarðvíkingar hafa spilað vel síðustu mínúturnar og náð að loka á sóknaraðgerðir Hauka. Christopher Smith er þó með 12 stig hjá Haukum og þurfa gestirnir að finna einhverjar leiðir til að stöðva hann. Ekki er mikil ógn af öðrum leikmönnum heimamanna.

19.25 Eftir slaka byrjun hjá Haukum hafa þeir heldur betur vaknað til lífsins og eru nú yfir 14:12. Njarðvík náði um tíma sex stiga forskoti en Haukar hafa snúið stöðunni sér í hag með góðum varnarleik en fyrsti leikhluti er hálfnaður.. KR hefur yfir gegn Snæfelli þegar 1. leikhluti er hálfnaður 10:6. Þá hafa nýliðarnir í Þór Þ. forystu gegn ÍR 13:10 þegar um sex mínútur eru liðnar af leikhlutanum.

19.16 Þá hefur boltanum verið kastað upp í leikjunum þremur. Njarðvíkingar skora fyrstu tvö stigin á Ásvöllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert