Sanngjarn sigur Grindvíkinga

Úr leiknum í Grindavík í kvöld.
Úr leiknum í Grindavík í kvöld. mbl.is/Skúli Sig

Grindavík vann Stjörnuna 83:74 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld og var sigurinn sanngjarn, en oft hafa sést betri leikir hér í Grindavík. Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

Bullock gerði 24 stig fyrir Grindavík og hjá Stjörnunni var Cothran með 22 stig. 

Gangur leiksins: 3:3, 11:5, 15:11, 25:18, 27:22, 33:26, 36:30, 38:35, 43:37, 51:48, 55:50, 62:56, 68:59, 72:65, 76:70, 83:74.

Grindavík: J'Nathan Bullock 24/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/7 fráköst, Giordan Watson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/8 fráköst, Ryan Pettinella 7/6 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 5/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 3/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn.

Stjarnan: Keith Cothran 22/6 fráköst, Renato Lindmets 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Justin Shouse 11/4 fráköst/8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 11, Fannar Freyr Helgason 9/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Dagur Kár Jónsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson.

Áhorfendur: 573.

39 mín 81:74 1:08 eftir og Teitur tekur leikhlé enda virðist sem Grindavík sé komið með þetta þó svo allt geti í rauninni gerst, en Grindvíkingar halda boltanum lengi og spila af skynsemi.

38 mín 76:70 Tvær og hálf mínúta eftir en Stjarnan kom þessu niður í fjögur stig áðan og allt getur greinilega gerst.

35 mín. 72:64 Grindvíkingar taka leikhlé enda Stjranan gert fimm stig í röð og það líkar Helga Jónasi ekki.

33 mín 70:59 Grindavík var komið með tíu stiga forystu þegar Stjarnan setti niður þriggja stiga skot en það sem af er síðasta leikhluta hefur Grindavík gert átta stig en Stjarnan eina þriggja stiga körfu og taka leikhlé.

30 mín. 62:56 Grindvíkingar virka sterkari á þessum kafla en nú er bara síðati leikhlutinn eftir og Stjörnumenn munu eflaust gefa allt í hann.

27 mín. 57:52 Rúmar tvær mínútur eftir og leikhlé. Grindavik var komið með sjö stiga forystu en Stjarnan var að minnka muninn og á vítakast eftir leikhléið. Engin teljandi villuvandræði hjá liðunum en Sigurður er með þrjár villur hjá heimamönnum og Shouse hjáStjörnunni.

25 mín 51:47 Nú er þetta þriggja stiga skotkeppni en vort lið hefur sett niður tvö slík skot með látum.

23 mín 43:37 Grindvíkingar gera fyrstu körfu síðari hálflelisk og síðan eina þriggja stiga en Stjarnan laumar niður einu skoti í millitíðinni.

20 mín. 38:35 Kominn hálfleikur og Stjarnan vann annan leikhluta 13:15 og lagaði stöðu sína örlítið. Stigahæstur hjá Grindvíkingum er Bullock með 13 stig en Shouse er með 9 stig fyrir Stjörnuna. Hvort lið um sig hefur glatað boltanum tíu sinnum.

19 mín. 36:33 Stjörnumenn aðeins lagað stöðuna.

17 mín 33:26 Leikhlé enda gengur lítið hjá liðunum nema tapa boltanum á víxl.

14 mín. 31:24 Munurinn helst enn sá sami og allt í járnum

10 mín 25:18 Átta leikmenn Grindavíkur hafa skorað og það sýnir styrk liðsins. Grindvíkingar heldur heitari í fyrsta leikhluta.

8 mín. 15:11 Nú er leikurinn kominn í eðlilegt horf og bæði lið hitto orðið þannig að úr gæti orðið alvögu leikur.

4 mín. 9:3 Hrindvíkingar hafa fundið leiðina í körfuna en Stjörnumenn eru enn að leita.

2. mín 1:3 Einhver taugaspenna í gangi og sóknirnar ekki nýst eins og þjálfararnir vilja.

1.mín. Leikurinn hafinn og Shouse er fyrirliði Stjörnunnar og fær á sig villu strax eftir 10 sekúndur.

Nú er leikurinn rétt að hefjast og áhorfendur, sem oft hafa verið fleiri hér í Grindavík, að koma sér fyrir.

Grindavík: Giordan Watson, Þorsteinn Finnbogason, Ómar Örn Sævarsson, Björn Steinar Brynjólfsson, Jóhann Árni Ólafsson, Ryan Pettinella, Páll Axel Vilbergsson, J'Nathan Bullock, Ármann Vilbergsson, Þorleifur Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson.

Stjarnan: Marvin Valdimarsson, Jovan Zdravevski, Keith Cothran, Sigurjón Örn Lárusson, Dagur Kár Jónsson, Renato Lindmets, Sigurbjörn Ottó Björnsson, Justin Shouse, Guðjón Lárusson, Aron Kárason, Fannar Freyr Helgason.

Dómarar eru Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert