Finnur Freyr samdi við KR

Finnur Freyr Stefánsson mun áfram stýra Margréti Köru og samherjum …
Finnur Freyr Stefánsson mun áfram stýra Margréti Köru og samherjum hennar hjá KR. mbl.is/Árni Sæberg

Finnur Freyr Stefánsson skrifaði á sunnudaginn undir nýjan samning við KR og mun stýra kvennaliði félagsins í körfuknattleik á næstu leiktíð. Finnur tók við liðinu seint í vetur eftir að Ari Gunnarsson var látinn fara. Finnur hefur starfað lengi hjá félaginu og verið farsæll þjálfari yngri flokka.

„Það er ekki hægt að hafna því tækifæri að þjálfa meistaraflokk í uppeldisfélagi sínu,“ sagði Finnur þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið í gær. KR-liðið olli vonbrigðum í vetur og komst ekki í úrslitakeppnina. „Mér finnst þetta spennandi verkefni og það er hugur í mér og leikmönnum að leiðrétta síðasta tímabil. Við teljum að það búi miklu meira í þessu liði en okkur tókst að sýna á síðustu leiktíð. Maður vinnur ekki titil á hverju ári en maður vill sýna úr hverju maður er gerður en ekki spila langt undir getu,“ sagði Finnur sem áður þjálfaði fimm yngri flokka hjá KR en verður með einn eða tvo í vetur.

Spurður út í leikmannahópinn sagðist Finnur ekki reikna með miklum breytingum á honum og vonaðist til að ganga frá þeim málum sem fyrst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert