Treyja Iverson lögð til hliðar

Philadelphia t.v.
Philadelphia t.v. TIM SHAFFER

Philadelphia 76ers ætlar að heiðra einn af sínum dáðustu sonum, Allen Iverson, með því að leggja treyjunni hans og hengja upp í rjáfur. Slíkt þykir mikill heiður vestanhafs. Iverson spilaði í treyju númer þrjú þegar hann var með liðinu í áratug, frá 1996-2006.

Þar með verður Iverson áttundi leikmaður 76ers sem fær treyjuna sína upp í rjáfur. „Iverson er ein mesta goðsögn sem hefur spilað með Philadelphiu-liðinu og það er okkur mikill heiður að heiðra hann með þessum hætti,“ sagði eigandi liðsins, Scott O´Neal, um helgina. Treyjan hans Iverson verður dregin upp í rjáfur fyrsta mars á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert