Knúðu fram sigurinn á seiglunni

Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar fóru með sigur úr Ljónagryfju sinni í gærkvöldi þegar spútniklið vetrarins í Dominos-deildinni í körfuknattleik, Haukar, mætti í heimsókn. Fyrsti leikur í átta liða úrslitum, 88:84 varð lokastaðan, og eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn gríðarlega jafn og skemmtilegur allt til loka.

Veislan er augljóslega hafin, gott fólk, og það með látum. Fordrykkir og smáréttir voru framreiddir á fimmtudag en aðalrétturinn má segja að hafi svo verið borinn fram með öllu meðlætinu í Njarðvíkinni í gærkvöldi. Því var svo sem spáð fyrir þessa seríu Njarðvíkinga og Hauka að hún yrði sú jafnasta og skemmtilegasta og það var enginn Júdas á svæðinu í gær enda ósvikin úrslitakeppnisspenna eins og hún gerist best.

Sjá grein um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert