Brynjar: Viljum frekar hvíld en aðra heimsókn í Hólminn

Harður slagur undir körfu Snæfells í leiknum í kvöld.
Harður slagur undir körfu Snæfells í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Eyþór Benediktsson

KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sagði við mbl.is eftir sigurinn á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 99:85, að hann hefði ekki átt von á svona auðveldum leik. KR er komið í 2:0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik.

<br/><br/>

„Nei ekki svona, en við vissum bara að ef við spiluðum okkar leik þá myndum við ná sigri. Við gerðum nóg á köflum en ungu strákarnir hjá Snæfelli komu með kraft og þeirra kraftur kom manni kannski ekki á óvart en aðallega að þeirra kraftur var meiri en hjá flestum öðrum lykilleikmönnum hjá Snæfelli,“ sagði Brynjar.

<br/><br/>

„Markmið okkar er að klára þetta á fimmtudaginn næsta og við viljum frekar eyða tíma okkar heima á sunnudaginn þar á eftir og fá smáhvíld heldur en að keyra hingað vestur í rútu í tvo tíma í Stykkishólm þó alltaf sé gaman að koma í Hólminn. Við viljum alls ekki að liðið sem við mætum næst fari í oddaleiki þannig að ef við klárum á fimmtudag verði fríið okkar of langt, við viljum spila. Þótt það sé skemmtilegt fyrir körfuboltann að einvígin fari í oddaleiki, þá viljum við ekki hafa of langt á milli leikja. Það hefur verið okkar markmið allt tímabilið að fara alla leið í þessu og ætlum ekkert stíga frá því,“ sagði Brynjar Þór Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert