Höttur skellti Þórsurum á Akureyri

Sindri Davíðsson og félagar í Þór máttu þola tap á …
Sindri Davíðsson og félagar í Þór máttu þola tap á heimavelli í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Höttur frá Egilsstöðum gerði sér lítið fyrir og vann góðan sigur gegn Þórsurum á Akureyri í kvöld, 84:72, í fyrsta leik liðanna í umspili 1. deildar karla í körfuknattleik.

Leikurinn átti að fara fram á föstudagskvöld en var frestað vegna ófærðar, og síðan seinkað í kvöld þannig að hann hófst ekki fyrr en 20.30. Ferðalagið sat ekkert í Héraðsbúum sem eru nú komnir í góða stöðu. Takist þeim að vinna Þór á heimavelli á þriðjudagskvöldið verða þeir komnir í úrslitin um sæti í úrvalsdeildinni, gegn Fjölni eða Breiðabliki.

Gangur leiksins: 0:6, 5:8, 9:15, 11:19, 11:22, 18:27, 25:32, 27:34, 32:43, 37:49, 41:51, 43:61, 49:64, 58:67, 64:72, 72:84.

Þór Ak.: Jarrell Crayton 20/12 fráköst, Elías Kristjánsson 15, Ólafur Aron Ingvason 15/4 fráköst/10 stoðsendingar, Sveinn Blöndal 10/4 fráköst, Sindri Davíðsson 6, Einar Ómar Eyjólfsson 4, Reinis Bigacs 2/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Höttur: Austin Magnus Bracey 22/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 20/5 fráköst, Gerald Robinson 14/8 fráköst, Viðar Örn Hafsteinsson 13/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8/6 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 5/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Steinar Orri Sigurðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert