Jón Arnór í sigurliði

Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Ljósmynd/basketzaragoza.net

Jón Arnór Stefánsson skoraði 16 stig þegar lið hans, CAI Zaragoza, vann LA Bruixa d'or, 74:71, í spænsku 1. deildinni í körfuknattleik í dag á útivelli. Zaragoza er í sjötta sæti með 15 sigurleiki af 24 mögulegum eftir leikinn í dag. 

Jón Arnór lék í rétt tæpar í 25 mínútur í leiknum og skoraði úr tveimur af fjórum þriggja stiga skotum sínum, þremur af sex tveggja stiga skotum og nýtto þau fjögur vítaskot sem hann tók. Auk þess tók Jón Arnór þrjú fráköst og átti eina stoðsendingu. 

Hörður Axel Vilhjálmsson kom lítið við sögu hjá Valladolid sem tapaði í gær fyrir Valencia, 99:71, á heimavelli. Valladolid er langneðst í deildinni hefur aðeins unnið tvo af 24 leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert