KR vann öðru sinni

Leikmenn Snæfells reyna að finna glufu á vörn KR í …
Leikmenn Snæfells reyna að finna glufu á vörn KR í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Eyþór Benediktsson

KR er komið í góða stöðu í rimmu sinni við Snæfell í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla, Dominos-deildinni, eftir að hafa unnið öðru sinni, nú 99:85, í íþróttahúsinu í Stykkishólmi í kvöld. 

KR hefur þar með unnið tvær fyrstu viðureignir liðanna og getur tryggt sér  sæti í undanúrslitum með sigri í þriðju viðureign liðanna á heimavelli á fimmtudagskvöldið. 

KR-ingar voru með yfirhöndina í leiknum í kvöld frá upphafi til enda. Leikmenn KR náðu góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta og héldu heimamönnum í hæfilegri fjarlægð eftir það.

30. KR-ingar hafa leikinn í sínum höndum og eru nú með 21 stigs forskot, 75:54, og fátt virðist koma í veg fyrir sigur liðsins. 

25. KR-ingar halda Snæfellingum í hæfilegri fjarlægð frá sér. Munurinn 15 stig, 60:45, fyrir KR.

20. Annar leikhluti er að baki og tókst Snæfelli aðeins að halda í horfinu í honum svo að munurinn hefur ekki aukist mikið. KR hefur 13 stiga forskot, 49:36.

10. Fyrsta leikhluta er lokið og KR-ingar 11 stig forskot, 26:15.

5. KR-ingar byrja leikinn af krafti og eru þegar komnir með 11 stiga forskot, 15:4.

KR vann fyrsta leikinn, 98:76.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert