NBA-deildin: Enn tapar 76ers

Blake Griffin í háloftaæfingum í nótt gegn Detroit.
Blake Griffin í háloftaæfingum í nótt gegn Detroit. AFP

Taphrina Philadelphia 76ers er nú orðin sú önnur lengsta í sögu NBA. Í nótt tapaði liðið sínum 24. leik í röð, nú fyrir Chicago Bulls með tíu stiga mun, 91:81. Lebron James og félagar hans í Miami Heat töpuðu einnig í nótt fyrir New Orleans.

Þrjú félög höfðu áður tapað 23 leikjum í röð. Vancouver Grizzlies gerðu það tímabilið '95-'96, Denver Nuggets gerðu það tímabilið '97-'98 og Charlotte Bobcats töpuðu 23 leikjum í röð tímabilið 2011-2012. Aðeins Cleveland Cavaliers hafa tapað fleiri leikjum í röð, það gerðu þeir tímabilið 2010-2011 en þá töpuðu þeir 26 leikjum í röð. Geri aðrir betur.

Næstu þrír leikir Philadelphia eru gegn San Antonio, Houston og Detroit.

San Antonio vann 99:90-sigur á Golden State þar sem Tony Parker fór á kostum og skoraði 20 stig. Þetta var 13. sigur San Antonio í röð.  

Úrslit næturinnar:

Charlotte - Portland 124:94
Houston - Cleveland 118:111
Chicago - Philadelphia 91:81
Memphis - Indiana 82:71
New Orleans - Miami 105:95
Utah - Orlando 89:88
San Antonio - Golden State 99:90
L.A. Clippers - Detroit 112:103

Tíu bestu tilþrif næturinnar: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert