Breiðablik tryggði sér oddaleik gegn Fjölni

Hjalti Vilhjálmsson og lærisveinar hans í Fjölni eiga fyrir höndum …
Hjalti Vilhjálmsson og lærisveinar hans í Fjölni eiga fyrir höndum oddaleik gegn Breiðabliki. mbl.is/Ómar

Breiðablik á enn möguleika á því að vinna sér sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Blikar jöfnuðu einvígið gegn Fjölni í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í Dominos-deildinni þegar Blikar unnu annan leikinn gegn Fjölni með naumindum eftir mikla spennu. Úrslitin urðu 82:76.

Þorsteinn Gunnlaugsson skoraði flest stiga Blika í kvöld eða 15. Daron Lee Sims var stigahæstur Fjölnismanna í kvöld með 25 stig og tók að auki 10 fráköst.

Staðan er þar með orðin jöfn í einvíginu, 1:1 en vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Þór Akureyri og Höttur. Hattarmenn unnu fyrsta leikinn og eiga heimaleikinn annað kvöld.

Breiðablik - Fjölnir 82:76

Smárinn, 1. deild karla, 24. mars 2014.

Gangur leiksins:: 9:2, 13:12, 18:18, 27:22, 31:26, 35:31, 35:37, 41:43, 44:45, 49:45, 50:52, 52:56, 54:56, 62:60, 70:64, 82:76.

Breiðablik: Þorsteinn Gunnlaugsson 15, Jerry Lewis Hollis 13/11 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 11, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Halldór Halldórsson 10/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 9/4 fráköst, Rúnar Pálmarsson 6/6 fráköst, Egill Vignisson 6, Þröstur Kristinsson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn.

Fjölnir: Daron Lee Sims 25/10 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 11/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 10/8 fráköst, Páll Fannar Helgason 9/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 6, Andri Þór Skúlason 4/5 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jón Þór Eyþórsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert