Margt getur breyst á einum mánuði

Stjörnumenn standa vel að vígi eftir tvo sigurleiki á Keflavík …
Stjörnumenn standa vel að vígi eftir tvo sigurleiki á Keflavík í úrslitakeppninni í körfuknattleik karla. mbl.is/Kristinn

Lið Stjörnunnar sem átti í heilmiklu basli í Dominos-deild karla í körfuknattleik í vetur virðist vera að toppa á réttum tíma. Stjarnan er 2:0 yfir í rimmu sinni gegn Keflavík í átta liða úrslitum deildarinnar. Stjarnan vann sannfærandi sigur í öðrum leik liðanna í Garðabæ í gærkvöldi 98:89. Keflavík hafnaði í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í 7. sæti.

Garðbæingar eru hinsvegar búnir að snúa dæminu sér í hag og eiga þess nú kost að komast í undanúrslit á föstudagskvöldið þegar þriðji leikur liðanna fer fram í Keflavík. Stjarnan vann fyrsta leik liðanna í Keflavík 87:81 en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Stjarnan lenti í ýmsum skakkaföllum í vetur sem höfðu áhrif á frammistöðuna. Þótt liðið sé nú fullmannað kemur það engu að síður svolítið á óvart að Stjarnan leiki nægilega vel til að vinna fyrstu tvo leikina gegn öflugu liði Keflavíkur.

Nánar er fjallað um annan leik Stjörnunnar og Keflavíkur í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert