Dramatík á öllum sviðum

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fagnar ásamt leikmönnum sínum að …
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fagnar ásamt leikmönnum sínum að loknum sigri á Val í oddaleik í Stykkishólmi í gær. Eyþór Benediktsson

Snæfell kom sér í úrslit gegn Haukum eftir sigur í oddaleik undanúrslita kvenna á Íslandsmótinu í körfubolta gegn Val 72:66 eftir hádramatískan leik í Stykkishólmi. Snæfellingar eru þar með komnir í úrslit Íslandsmóts kvenna í fyrsta sinn.

Valur skoraði ekki stig í eina og hálfa mínútu seint í leiknum á meðan Snæfell komst yfir 67:66 eftir að hafa verið undir 62:66. Snæfell sallaði svo niður stigum af vítalínunni og tók svakalega sterkan sigur.

Snæfell lék án Chynnu Brown en Hugrún Eva var komin aftur á fjalirnar. Mikið kapphlaup við tímann var að ná Guðrúnu Gróu leikfærri en útlitið var ekki gott með hana degi fyrir leik. Það munaði miklu fyrir Snæfell að hafa hana með í gærkvöld, þar sem hún var burðarás liðsins með 21 stig, 12 fráköst, 6 stoðsendingar, 4 stolna bolta og ekki má gleyma þeirri ótrúlegri varnarvinnu sem hún skilaði.

Ýtarlega er fjallað um oddaleik Snæfells og Vals í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert