Durant nálgast með Jordans

Kevin Durant fór á kostum enn einn leikinn.
Kevin Durant fór á kostum enn einn leikinn. AFP

Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Hann skoraði 43 stig en þau dugðu hinsvegar skammt því liðið varð að játa sig sigrað í keppni við Dallas, 128:119, eftir framlengingu.

Durant hefur nú skoraði 25 stig eða meira í 36 leikjum í röð og nálgast met Michaels Jordans sem skoraði 25 eða í 40 leikjum í röð á einu keppnistímabili þegar hann var upp á sitt besta.

Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas-liðið, tók 10 fráköst, átti sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum.

Fjórir leikir voru á dagskrá NBA-deildarinnar í nótt. Úrslit þeirra voru sem hér segir: 

Cleveland - Toronto 102:100
Orlando - Portland 95:85
Dallas - Oklahoma 128:119 - eftir framlengingu.
LA Lakers - New York Knicks 127:96

Dirk Nowitzki átti frábæra leik með Dallas í sigrinum á …
Dirk Nowitzki átti frábæra leik með Dallas í sigrinum á Oklahoma. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert