Fjölnir í úrslitin gegn Hetti

Hjalti Vilhjálmsson og hans menn í Fjölni eru komnir í …
Hjalti Vilhjálmsson og hans menn í Fjölni eru komnir í úrslit um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta. mbl.is/Kristinn

Fjölnir mætir Hetti í úrslitum umspilsins um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Fjölnir vann Breiðablik í kvöld í oddaleik í undanúrslitum umspilsins í jöfnum og afar spennandi leik sem lauk með fimm stiga sigri Fjölnis, 82:77. Vinna þurfti tvo leiki í undanúrslitunum til að komast í úrslitin og vann Fjölnir einvígið 2:1.

Fjölnir mætir því Hetti í úrslitum, en Höttur sló Þór Akureyri út í hinni undanúrslitaviðureigninni, 2:0.

Daron Lee Sims var stigahæstur Fjölnis í kvöld með 29 stig og tók að auki 14 fráköst, en hjá Blikum skoraði Oddur Rúnar Kristjánsson 17 stig. Tölfræði leiksins má nálgast hér fyrir neðan.

Fjölnir - Breiðablik 82:77

Dalhús, 1. deild karla, 26. mars 2014.

Gangur leiksins:: 4:2, 15:6, 15:8, 19:20, 25:20, 30:20, 36:25, 39:37, 43:43, 46:51, 48:56, 54:63, 61:68, 64:68, 69:75, 82:77.

Fjölnir: Daron Lee Sims 29/14 fráköst, Ólafur Torfason 21/19 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 10, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Garðar Sveinbjörnsson 4, Davíð Ingi Bustion 2.

Fráköst: 36 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Oddur Rúnar Kristjánsson 17, Jerry Lewis Hollis 15/15 fráköst/7 stoðsendingar/7 varin skot, Þorsteinn Gunnlaugsson 12/6 fráköst, Þröstur Kristinsson 8/5 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/4 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Halldór Halldórsson 5, Egill Vignisson 4, Daði Berg Grétarsson 3/5 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Ísak Ernir Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert