Naumt tap hjá meisturum

LeBron James.
LeBron James. EPA

Stórleikur LeBrons James dugði meisturum Miami Heat ekki í hörkuleik við Indiana í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en leikið var á heimavelli þeirra síðarnefndu, 84:83.

James skoraði 38 stig, tók 13 fráköst og átti fimm stoðsendingar. Paul George skoraði 23 stig fyrir heimamenn og Roy Hibbert var með 21 stig. Miami hefur unnið 48 leiki en tapað 22 leikjum en Indiana er með 52 sigurleiki í deildinni en hefur tapað 20.

Tim Duncan skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og átti fimm stoðsendingar þegar San Antonio Spurs unnu 55. leik sinn í deildinni í nótt. Þá lagði liðið Denver Nuggets á heimavelli, 108:103. Aaron Brooks var með 25 stig fyrir Denver-liðið. 

Eftir tvo tapleiki í röð vann New York Knicks Sacramento á útivelli, 107:99.

Tíu leikir voru í NBA-deildinni í nótt. Úrslit þeirra voru eftirfarandi:

Charlotte - Brooklyn 116:111 
Washington - Phoenix 93:99
Boston - Toronto 90:99
Detroit - Cleveland 96:97
Minnesota - Atlanta 107:83
Indiana - Miami Heat 84:83
New Orleans - LA Clippers 98:96
San Antonio Spurs - Denver 108:103
Sacramento - New York Knicks 99:107
Utah - Memphis 87:91

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert