Skarð fyrir skildi hjá Þór

Halldór Garðar Hermannsson t.v. og Ingvaldur Magni Hafsteinsson, KR-ingur.
Halldór Garðar Hermannsson t.v. og Ingvaldur Magni Hafsteinsson, KR-ingur. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Skarð verður fyrir skildi í liði Þórs úr Þorlákshöfn í kvöld þegar það mætir Grindavík í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Hinn efnilegi leikmaður Halldór Garðar Hermannsson getur ekki leikið með vegna meiðsla sem hann hlaut í annarri viðureign liðanna á síðasta sunnudag.

Halldór Garðar, sem er aðeins 17 ára gamall, hrasaði um einn leikmann Grindavíkur og sneri sig á ökkla. Frá þessu er greint á vef Þórs. Vonir standa til þess að Halldór Garðar hafi jafnað sig fyrir fjórðu viðureign liðanna á sunnudag.

Halldór verður engu að síður á bekknum í búningi og mun styðja liðsfélagana og taka þátt í leiknum frá hliðarlínunni. 

Flautað verður til leiks Grindavíkur og Þórs klukkan 19.15 í íþróttahúsinu í Grindavík. Á sama tíma mætast KR og Snæfell í á heimavelli KR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert