Clippers heldur þriðja sætinu

Chris Paul, til vinstri, skoraði 31 stig fyirr Clippers.
Chris Paul, til vinstri, skoraði 31 stig fyirr Clippers. AFP

Los Angeles Clippers heldur þriðja sætinu í Vesturdeild NBA í körfubolta eftir góðan útisigur á Dallas Mavericks í nótt, 109:103.

Um leið seig Dallas niður í níunda sætið vestan megin, niðurfyrir Phoenix Suns, og er útlit fyrir harðan slag þar um að komast í úrslitakeppnina.

Chris Paul skoraði 31 stig fyrir Clippers og bætti heldur betur fyrir slakan síðasta leik hjá sér en hann átti auk þess 9 stoðsendingar. Vince Carter skoraði 23 stig fyrir Dallas.

Houston Rockets vann sinn fimmta sigur í röð og er á hælum Clippers í fjórða sætinu en liðið vann Philadelphia 76ers auðveldlega, 120:98. Þar með jafnaði 76ers NBA-metið með því að tapa sínum 26. leik í röð en áður tapaði Cleveland nákvæmlega svo mörgum leikjum í röð tímabilið 2010-11. James Harden skoraði 26 stig fyrir Houston og James Anderson, fyrrverandi leikmaður Houston, skoraði 30 stig fyrir 76ers.

Úrslitin í nótt:

Atlanta - Portland 85:100
Houston - Philadelphina 120:98
Milwaukee - LA Lakers 108:105
Dallas - LA Clippers 103:109

Efstu lið í Austurdeild:
Indiana 52/20Miami 48/22
Toronto 40/31
Chicago 40/31
Brooklyn 37/33
Washington 36/35
Charlotte 35/37
Atlanta 31/40
New York 30/42

Efstu lið í Vesturdeild:
San Antonio 55/16
Oklahoma City 52/19
LA Clippers 51/22
Houston 49/22
Portland 46/27
Golden State 44/27
Memphis 43/28
Phoenix 43/29
Dallas 43/30

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert