Jón Ólafur lék kveðjuleik gegn KR

Jón Ólafur Jónsson reynir að komast að körfu KR-inga.
Jón Ólafur Jónsson reynir að komast að körfu KR-inga. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Ólafur Jónsson, körfuknattleiksmaðurinn reyndi úr Stykkishólmi sem er betur þekktur sem Nonni Mæju, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Þetta staðfesti Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Morgunblaðið eftir að Hólmarar biðu lægri hlut fyrir KR í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í gærkvöld og eru fallnir úr keppni.

Jón er 32 ára og hefur verið í stóru hlutverki hjá Snæfelli um árabil auk þess að spila um skeið með ÍA, Stjörnunni og KR. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert