Hrafn ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Hrafn Kristjánsson
Hrafn Kristjánsson mbl.is/hag

Hrafn Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik til næstu tveggja ára en legið hefur lengi í loftinu að hann tæki við Garðabæjarliðinu.

Hrafn leysir Teit Örlygsson af hólmi en Teitur ákvað að segja skilið við Stjörnuliðið eftir að hafa stýrt því með góðum árangri undanfarin fimm ár.

Hrafn er reyndur þjálfari en hann hóf sinn þjálfaraferil sem yngriflokka þjálfari hjá KR en frá KR fór hann til KFÍ. Fyrst þjálfaði hann kvennalið KFÍ en síðan karlaliðið ásamt því að spila með því. Frá 2004-09 þjálfaði hann karlalið Þórs á Akureyri. Hann tók við þjálfun Breiðabliks en kom svo aftur til KR og þjálfaði karlalið félagsins frá 2010-12 og undir hans stjórn varð KR tvöfaldur meistari og þá hann þjálfaði hann einnig kvennalið KR. Frá 2012 hefur Hrafn þjálfað yngri flokka Stjörnunnar. Aðstoðarmaður Hrafns með Stjörnuliðið verður Kjartan Atli Kjartansson, fyrrum leikmaður liðsins.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert