Örvar hættur með ÍR

Örvar Þór Kristjánsson.
Örvar Þór Kristjánsson. mbl.is/Ernir

Örvar Þór Kristjánsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR í körfubolta. Örvar samdi við ÍR síðasta sumar og gerði tveggja ára samning með endurskoðunarákvæði eftir nýafstaðna leiktíð.

Örvar og stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tóku þá ákvörðun í gær að nýta endurskoðunarákvæðið og segja upp samningnum. Þetta staðfesti Elvar Guðmundsson formaður körfuknattleiksdeildar ÍR við mbl.is í dag. ÍR endaði í 9. sæti úrvalsdeildarinnar með jafn mörg stig og Snæfell sem endaði í 8 .sæti. ÍR rétt missti því af sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins.

Örvar birti svo stutta kveðju á facebook í dag vegna málsins:
Tók erfiða ákvörðun í gær að láta af störfum sem þjálfari mfl ÍR. Þetta eina tímabil hefur gefið mér mikið og stjórn og leikmenn ÍR eiga hrós skilið. Kveð lið mitt og félagið ÍR með söknuði en geng einnig stoltur frá borði. Framtíð ÍR er björt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert