Durant fór fyrir sínum mönnum

Kevin Durant Russell Westbrook fagna stigum í sigurleik Oklahoma á …
Kevin Durant Russell Westbrook fagna stigum í sigurleik Oklahoma á Mepmhis í nótt. AFP

Kevin Durant fór fyrir liðsfélögum sínum með stórleik þegar Oklahoma City Thunder vann Memphis Grizzlies, 100:86, á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt að íslenskum tíma. Durant skoraði 33 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar í leiknum. 

Leikmenn Thunder voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Þeir voru með 22 stig forskot í hálfleik, 56:34. Gestirnir bitu frá sér og náðu að minnka muninn í tvö stig, 74:72, þegar tæpar níu mínútur voru til leiksloka. Þá skoruðu heimamenn 13 stig í röð gegn einu frá liðsmönnum Grizzlies. Eftir það lék enginn vafi á hvorum megin sigurinn hafnaði. Liðin eigast við að nýju í Oklahoma á mánudagskvöldið.

Russell Westbrook skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og átti sjö stoðsendingar fyrir Thunder-liðið og Sege Ibka var með 17 stig og níu fráköst.

Zach Randolph skoraði 21 stig fyrir Grizzlies og tók 11 fráköst. Mike Conley skoraði 16 stig auk þess að eiga 11 stoðsendingar og Marc Gasol skoraði 16 stig.

Jefff Teague skoraði 28 stig, átti fimm stoðsendingar þegar lið hans, Atlanta Hawks, vann Indinana Pacers á útivelli, 101:93, í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Þar af skoraði Teague 14 stig í þriðja leikhluta þegar segja má að úrslit leiksins hafi ráðist. Paul Millsap skoraði 25 stig.

Paul George skoraði 24 stig fyrir heimaliðið og tók 10 fráköst. Lance Stephensen skoraði 19 stig. Liðið eigast við að nýju í Indiana á þriðjudag. 

Tveir leikir fór fram í gærkvöldi sem fjallað eru um hér  og hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert